Skrif Daniel Craig hefur farið með hlutverk Bonds í tveimur kvikmyndum.
Skrif Daniel Craig hefur farið með hlutverk Bonds í tveimur kvikmyndum. — Reuters
Breski leikarinn Daniel Craig segist hafa skrifað hluta handrits James Bond kvikmyndarinnar Quantum of Solace, ásamt leikstjóra hennar Mark Foster.
Breski leikarinn Daniel Craig segist hafa skrifað hluta handrits James Bond kvikmyndarinnar Quantum of Solace, ásamt leikstjóra hennar Mark Foster. Ástæðan var sú að handritshöfundar í Bandaríkjunum fóru í verkfall þegar handritið var óklárað og segir Craig að þeir Foster hafi verið með óunnið handrit í höndunum og ekki mátt ráða handritshöfund til að klára það. Hann hafi endurskrifað atriði í myndinni með Foster, þeir einir hafi mátt vinna í handritinu. „Við komumst upp með það, naumlega,“ segir Craig.