Bylting Fjallað um þáttinn í Morgunblaðinu árið 1997.
Bylting Fjallað um þáttinn í Morgunblaðinu árið 1997.
Útvarpsþátturinn Skýjum ofar snýr aftur á Barböru, Laugavegi 22 í kvöld en þar verður því fagnað að 15 ár eru liðin frá því að þátturinn hóf göngu sína á X-inu. Þá verður tveggja klukkustunda langur Skýjum ofar-þáttur á útvarpsstöðinni, frá kl. 20-22.
Útvarpsþátturinn Skýjum ofar snýr aftur á Barböru, Laugavegi 22 í kvöld en þar verður því fagnað að 15 ár eru liðin frá því að þátturinn hóf göngu sína á X-inu. Þá verður tveggja klukkustunda langur Skýjum ofar-þáttur á útvarpsstöðinni, frá kl. 20-22. Sérstök Skýjum ofar-kvöld voru haldin á 22, Laugavegi 22, á árunum 1996-2001. Aðgangseyrir í kvöld verður sá sami og þá, 200 krónur. Fram koma yfir tíu plötusnúðar, m.a. leynigestur frá Lundúnum. Þættinum Skýjum ofar stýrðu þeir Arnþór Snær Sævarsson og Eldar Ástþórsson. Tónlistin var í öndvegi í þáttunum og þá einkum „jungle“- og „drum & bass“-tónlist manna á borð við Roni Size, Goldie og Photek.