— Morgunblaðið/Frikki
Bandarísk einkaþota af gerðinni Gulfstream skemmdist ekki þegar hún rann út í skafl á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld.

Bandarísk einkaþota af gerðinni Gulfstream skemmdist ekki þegar hún rann út í skafl á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld. Að sögn Friðþórs Eydal, talsmanns ISAVIA, var búið að aka vélinni þriggja km langa braut eftir lendingu þegar hún lenti í skafli utan brautarinnar.

Atvikið átti sér stað um sjöleytið og tók vélin aftur á loft frá vellinum klukkan 21.50 síðar um kvöldið.

Spurður út í tildrög óhappsins svarar Friðþór því til að málið sé í rannsókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa og að ekki sé hægt að veita nákvæmar upplýsingar um málsatvik að svo stöddu. Hann upplýsir þó að flugvélin hafi átt að beygja út af brautinni áður en hún kom að flugbrautarendanum og lenti utan brautar. baldura@mbl.is