Skógræktarfélag Íslands hefur fengið fimm unga myndlistarmenn og hönnuði til að skreyta íslensk jólatré sem verða til sýnis á jólatrjáamarkaði skógræktarfélaga við Umferðarmiðstöðina (BSÍ).
Skógræktarfélag Íslands hefur fengið fimm unga myndlistarmenn og hönnuði til að skreyta íslensk jólatré sem verða til sýnis á jólatrjáamarkaði skógræktarfélaga við Umferðarmiðstöðina (BSÍ). Dorrit Moussaief forsetafrú mun síðan velja best skreytta tréð sunnudaginn 18. desember kl. 14. Listamenn/hönnuðir sem taka þátt í þessum viðburði eru: Hildur Yeoman og Daníel Björnsson, Inga Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sara Riel og Tinna Ottesen.