Ritgerðin felur í sér rannsóknarframlag til þekkingar á síðari alda málsögu og sérstaklega sögu 18. aldar máls. Meginviðangsefni ritgerðarinnar er ýtarleg lýsing á hljóðum og beygingu í eiginhandarriti sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar, sem talið er vera ritað á árunum 1778–1783 og 1791. Ný uppskrift ævisögunnar fylgir ritgerðinni.
• Jóhannes B. Sigtryggsson er fæddur árið 1973. Foreldrar hans eru Sigtryggur Sigtryggsson og Þóra Jóhannesdóttir. Eiginkona Jóhannesar er Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Synir þeirra heita Guðmundur, Sigtryggur og Eysteinn.