Downtown Abbey Átök.
Downtown Abbey Átök.
Það er ástæða til að hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Downton Abbey. Í síðasta þætti dó ungur þjónn hetjudauða eftir að hafa bjargað lífi erfingjans. Erfinginn lifir en er nú örkumla.

Það er ástæða til að hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Downton Abbey. Í síðasta þætti dó ungur þjónn hetjudauða eftir að hafa bjargað lífi erfingjans. Erfinginn lifir en er nú örkumla. Fallega aðalskonan sem elskar hann á laun ætlar að giftast manni sem virðist vera harðlyndur og mun örugglega ekki gera hana hamingjusama. Góði þjónninn og göfuga þjónustustúlkan elska hvort annað innilega en vond eiginkona hans reynir að leggja stein í götu þeirra. Auðvitað er manni ekki rótt.

Eins og í lífinu sjálfu er möguleiki á að allt fari mjög illa. Maður heldur þó í þá von að kraftaverkalækning bjargi erfingjanum og allir sem elska einlæglega fái að verða hamingjusamir í lokin. En þar sem lífið er ekki alltaf réttlátt þá er von manns ekki ýkja sterk, en er þó þarna samt.

Downton Abbey er slíkur gæðaþáttur að maður vorkennir þeim sem ekki horfa á hann. Þeir eru að missa af miklu. Við, aðdáendur þáttanna, höfum svo stöðugt eitthvað til að tala um því persónur þáttarins eru eins og vinir manns og maður vill þeim svo einlæglega vel. Og mun taka það mjög nærri sér ef illa fer. Góðar manneskjur eiga að eiga gott líf.

Kolbrún Bergþórsdóttir