Í dag, laugardaginn 17. desember kl. 13, verður MS Jólaskákmótið í Tjarnarsal Ráðhússins. Mörg af efnilegustu börnum landsins tefla.

Í dag, laugardaginn 17. desember kl. 13, verður MS Jólaskákmótið í Tjarnarsal Ráðhússins. Mörg af efnilegustu börnum landsins tefla. Skákakademía Reykjavíkur stendur að mótinu, þar sem um 80 börn á aldrinum 6-12 ára tefla í Jólaskóginum í aðalsal Ráðhússins. Gestum og áhorfendum verður boðið upp á fjöltefli við skákmeistara meðan á mótinu stendur.

Skákakademía Reykjavíkur hefur á síðustu árum unnið að útbreiðslu skáklistarinnar í grunnskólum borgarinnar, auk þess að skipuleggja margskonar viðburði og hátíðir. MS hefur frá upphafi verið meðal helstu bakhjarla Skákakademíunnar. Heiðursgestur við setningu mótsins er Guðni Ágústsson fv. ráðherra.

Upplestur úr bókum flytur sig um set út af skákmótinu og verður á Kaffihúsinu Öndinni í Ráðhúsinu um helgina milli klukkan 13 og 14.