Barátta SR hafði betur gegn Birninum en hér er Matthías Skjöldur Sigurðsson úr Birninum með pökkinn í leiknum í gærkvöld.
Barátta SR hafði betur gegn Birninum en hér er Matthías Skjöldur Sigurðsson úr Birninum með pökkinn í leiknum í gærkvöld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skautafélag Reykjavíkur sigraði Björninn, 6:5, í framlengdum leik á Íslandsmótinu í íshokkíi í gærkvöld. Það var Daniel Kolar sem skoraði gullmarkið mikilvæga sem gaf aukastigið þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af framlengingunni.

Skautafélag Reykjavíkur sigraði Björninn, 6:5, í framlengdum leik á Íslandsmótinu í íshokkíi í gærkvöld. Það var Daniel Kolar sem skoraði gullmarkið mikilvæga sem gaf aukastigið þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af framlengingunni. Bjarnarmenn áttu þó góða möguleika á sigri því þegar um fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 5:3 þeim í vil en með harðfylgi tókst SR-ingum að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Björninn er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig eftir 11 leiki. Í öðru sæti eru SR-ingar með 19 stig og Víkingar með 18 en bæði þau lið hafa leikið átta leiki. vs@mbl.is