Lélegt Adam Sandler fær kaldar kveðjur frá Time og The Telegraph.
Lélegt Adam Sandler fær kaldar kveðjur frá Time og The Telegraph. — Reuters
Listar yfir bestu og verstu kvikmyndir ársins eru farnir að birtast í vestrænum fjölmiðlum og þá m.a. listar bandaríska tímaritsins Time og breska dagblaðsins The Telegraph.
Listar yfir bestu og verstu kvikmyndir ársins eru farnir að birtast í vestrænum fjölmiðlum og þá m.a. listar bandaríska tímaritsins Time og breska dagblaðsins The Telegraph. Svo vill til að leikarinn Adam Sandler fer með aðalhlutverk í þeim kvikmyndum sem þykja verstar á listum þessara miðla, þ.e. Jack and Jill hjá Time og Just Go With It hjá The Telegraph (í það minnsta er hún fysta myndin sem birtist í upptalningunni). Af öðrum sem þykja lélegar hjá Time má nefna Sucker Punch, Red Riding Hood og Your Highness og hjá The Telegraph No Strings Attached, Hall Pass, The Green Lantern og Larry Crown.