17. desember 1928 Davíð Stefánsson hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um ljóð til flutnings á Alþingishátíðinni sumarið 1930. 17. desember 1943 Amerískt smjör var flutt inn til að koma í veg fyrir að landsmenn yrðu smjörlausir um jólin. 17.
17. desember 1928
Davíð Stefánsson hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um ljóð til flutnings á Alþingishátíðinni sumarið 1930.
17. desember 1943
Amerískt smjör var flutt inn til að koma í veg fyrir að landsmenn yrðu smjörlausir um jólin.
17. desember 1985
Brú á Bústaðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, var formlega opnuð. Hún er 72 metra löng og 26 metra breið.
17. desember 1998
Umdeilt frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði var samþykkt á Alþingi. Stjórnarandstæðingar sökuðu ríkisstjórnina um gerræði í málinu.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.