Sigrún Ósk Sigurðardóttir
Sigrún Ósk Sigurðardóttir
Þrjátíu utanlandsferðir voru farnar á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns.

Þrjátíu utanlandsferðir voru farnar á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns. Sex þeirra voru vegna funda um „samfélagslega ábyrgð norrænna einkasala“. Fundirnir voru á Norðurlöndum, í Argentínu og Síle.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, sagði verkefnið felast í því að norrænu áfengiseinkasölulöndin, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, ynnu að því að vörurnar í vínbúðunum uppfylltu kröfur Sameinuðu þjóðanna um samfélaglega ábyrgð á heimsvísu, eða The Global Compact. Vörurnar á að framleiða í sátt við samfélagið og með siðrænum hætti. Í því skyni er unnið að sameiginlegum gagnagrunni um „vottaðar“ vörur.

Í ferðum til Argentínu og Síle voru m.a. fundir með framleiðendum, verkalýðsfélögum o.fl. og þeim kynnt að norrænu einkasölurnar myndu gera þessar kröfur.

Sigrún sagði að ÁTVR hefði ekki tekið þátt í öllum ferðum hópsins og taldi að fjarfundir mundu færast í vöxt í framtíðinni. gudni@mbl.is