Karlmaður á sjötugsaldri missti einn fingur í vinnuslysi í Sandgerði í gær. Maðurinn flækti fingur í reim á vinnutæki með fyrrgreindum afleiðingum.

Karlmaður á sjötugsaldri missti einn fingur í vinnuslysi í Sandgerði í gær. Maðurinn flækti fingur í reim á vinnutæki með fyrrgreindum afleiðingum. Það var manninum til happs að kunnáttumaður var á staðnum sem batt um sárið og ók honum til móts við sjúkrabíl. Ekki vildi þó betur en svo að sjúkrabíllinn lenti í óhappi og tók lögreglan því við hinum slasaða og kom honum á sjúkrahús.

Engar upplýsingar fengust um líðan mannsins í gærkvöldi.