Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um niðurfellingu málshöfðunar Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður tekin fyrir ekki síðar en 20.

Sigrún Rósa Björnsdóttir

sigrunrosa@mbl.is

Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um niðurfellingu málshöfðunar Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður tekin fyrir ekki síðar en 20. janúar nk., sem hluti af samkomulagi við forseta Alþings um frestun þingfunda í dag.

Bjarni segist miðað við aðstæður sáttur við að komist hafi verið að samkomulagi um að tillagan verði tekin fyrir strax í fyrstu þingviku næsta árs. „Allar hugmyndir um að halda málinu frá þinginu og frá umræðu voru frá upphafi fullkomlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Það sé grundvallaratriði að tillagan fáist rædd, og segist hann enn telja að hún njóti stuðnings meirihluta á þinginu. „Það er mjög áríðandi að saksóknari Alþingis fái úr því skorið hvort hann nýtur stuðnings meirihluta þingsins til þess að halda málsókninni áfram.“

Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið tilkynnt að von væri á máli af slíkri stærðargráðu frá Sjálfstæðisflokknum. Það hafi komið seint og óvænt inn í þingið eftir að komist hafi verið að samkomulagi um nánast öll önnur mál. „Það skýrir að stórum hluta þessi hörðu viðbrögð og ófrávíkjanlega kröfu okkar um að málið fari ekki á dagskrá á þessu ári og við því var orðið.“

Geta fellt niður 4

Tillaga Bjarna
» Bjarni Benediktsson lagði fram þingsályktunartillögu um að Alþingi afturkallaði ákæru sína á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
» Samkomulag er um að tillagan verði tekin á dagskrá Alþingis fyrir 20. janúar 2012.