Norska lögreglan hefði komist 16 mínútum fyrr í Útey til að stöðva fjöldamorðin þar 22. júlí ef ekki hefðu komið upp ýmis vandamál, meðal annars í fjarskiptum, að sögn norskra fjölmiðla í gær.

Norska lögreglan hefði komist 16 mínútum fyrr í Útey til að stöðva fjöldamorðin þar 22. júlí ef ekki hefðu komið upp ýmis vandamál, meðal annars í fjarskiptum, að sögn norskra fjölmiðla í gær.

Þetta mat mun koma fram í skýrslu nefndar sem lögreglan skipaði til að rannsaka viðbrögð hennar við fjöldamorðunum. Skýrslan hefur ekki verið birt en henni var lekið í Dagbladet .

Formaður nefndarinnar, Olav Sønderland, einn æðsti maður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í Ósló í gær að mat nefndarinnar væri aðeins kenning og lögreglumenn hefðu farið á staðinn eins fljótt og mögulegt hefði verið.