Kærleikskúlan Í ár er kúlan hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Kærleikskúlan Í ár er kúlan hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Jólin eru sannarlega komin í Hönnunarsafni Íslands en þar eru nú þrjár sýningar í gangi fyrir jólin og tvær jólatengdar. Í fyrstu má nefna sýninguna Hlutirnir okkar með hlutum úr safneign safnsins.

Jólin eru sannarlega komin í Hönnunarsafni Íslands en þar eru nú þrjár sýningar í gangi fyrir jólin og tvær jólatengdar. Í fyrstu má nefna sýninguna Hlutirnir okkar með hlutum úr safneign safnsins. Þá er það jólasýning safnsins í ár, Hvít jól, en þar má sjá borðbúnað sem framleiddur hefur verið af heimsþekkum norrænum fyrirtækjum, eins og Royal Copenhagen, Holmegaard og Iittala.

Í Svarta sal safnsins stendur síðan yfir þriðja sýningin sem er sýning á jólakúlum og jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Styrktarfélagið hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri en allur ágóði af sölu hennar rennur til starfsemi fatlaðra barna í Reykjadal.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit sem skapað er af listamanni. Í ár er kúlan hönnuð af listakonunni Yoko Ono og ber titilinn Skapaðu þinn heim.

Á sýningunni má einnig sjá jólaóróa þar sem íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Óróinn sem kemur út í ár er af Leppalúða. Hann er unninn í sameiningu af hönnuðinum Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur og ljóðskáldinu Ingibjörgu Haraldsdóttur. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og Leppalúði. Það er tilvalið fyrir fjölskylduna að gera sér glaðan dag á aðventunni og heimsækja jólalegar sýningar Hönnunarsafnsins.