11. janúar 2012 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Nýir tímar gengu í garð hjá nemendum í 9. bekk Vogaskóla í gær

Kampakátir með Kyndilinn

— Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Nemendur í 9. bekk Vogaskóla í Reykjavík fengu í gær afhentar Kindle lestölvur, eða „Kyndil“ eins og þær eru stundum kallaðar, til afnota. Næstu mánuðina verður fylgst með því hvernig tölvurnar nýtast þeim í námi og verður m.a.
Nemendur í 9. bekk Vogaskóla í Reykjavík fengu í gær afhentar Kindle lestölvur, eða „Kyndil“ eins og þær eru stundum kallaðar, til afnota. Næstu mánuðina verður fylgst með því hvernig tölvurnar nýtast þeim í námi og verður m.a. kannað hvort lestraráhugi aukist. Nokkrir piltar í skólanum skrýddust spariklæðnaði af þessu tilefni og voru sammála um að þetta væri gott framtak. Einn þeirra, Guðmundur Atli, sagði það vera kost að lítið tæki kæmi í stað þungra bókastafla. „En ég veit ekki hvort þetta skiptir svo miklu máli í náminu,“ bætti hann við.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.