— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var nóg að gera á veitingastað IKEA í gær, sprengidag, enda stóð fólki til boða heil máltíð á verðlagi sem hefur ekki þekkst hér á landi í tugi ára.
Það var nóg að gera á veitingastað IKEA í gær, sprengidag, enda stóð fólki til boða heil máltíð á verðlagi sem hefur ekki þekkst hér á landi í tugi ára. Á sprengidag söngla margir „saltkjöt og baunir – túkall“ og það var nákvæmlega það sem IKEA bauð. Gátu svangir gestir borðað saltkjöt ásamt tilheyrandi meðlæti gegn aðeins tveggja króna gjaldi. Vafalaust hafa viðskiptavinir gengið afar saddir og sælir út úr versluninni í gær.