Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands heldur á morgun, frá kl. 16.30-18 í Skógarhlíð 8, örráðstefnuna: Eru lögbundin réttindi krabbameinssjúklinga virt?

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands heldur á morgun, frá kl. 16.30-18 í Skógarhlíð 8, örráðstefnuna: Eru lögbundin réttindi krabbameinssjúklinga virt?

Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarráðuneytinu, mun fjalla um framkvæmd laga um réttindi sjúklinga. Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans, fjallar um hvort heilbrigðisþjónustan getur staðið sig betur og tveir einstaklingar deila reynslu sinni af samskiptum við heilbrigðiskerfið.