Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson fjallar um nýjustu skáldsögu sína Valeyrarvalsinn á bókakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20.
Guðmundur Andri Thorsson fjallar um nýjustu skáldsögu sína Valeyrarvalsinn á bókakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Í bókinni segir frá lífinu í einu af þessum þorpum þar sem allt virðist fara fram fyrir opnum tjöldum en ýmislegt er samt sem áður dulið, jafnvel þaggað niður og bælt eða einfaldlega grafið djúpt í fortíðinni. Bókakaffið hóf göngu sína í Gerðubergi haustið 2011. Markmiðið með því er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.