Ópera Elizabeth Connell í einu af mörgum hlutverkum á ferlinum.
Ópera Elizabeth Connell í einu af mörgum hlutverkum á ferlinum.
Suður-Afríska óperustjarnan Elizabeth Connell dó á laugardaginn 65 ára gömul. Connell söng í flestum frægustu óperuhúsum heims á borð við Royal Opera House og La Scala.
Suður-Afríska óperustjarnan Elizabeth Connell dó á laugardaginn 65 ára gömul. Connell söng í flestum frægustu óperuhúsum heims á borð við Royal Opera House og La Scala. Uppgangur ferils hennar hófst stuttu eftir að hún flutti frá Suður Afríku til London árið 1970 en árið 1972 komst hún á kortið með söng sínum á írsku Wexford hátíðinni. Connel söng fyrir New York's Metropolitan óperuna og átti einnig langan feril með áströlsku óperunni og söng á ýmsum hátíðum og skemmtunum á ferlinum.