Glitnir Skaðabótamál tekið fyrir.
Glitnir Skaðabótamál tekið fyrir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skaðabótamál slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding auk þriggja lykilstarfsmanna bankans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Skaðabótamál slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding auk þriggja lykilstarfsmanna bankans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Bankinn krefst sex milljarða króna frá sexmenningunum vegna svonefnds Aurum-máls. Þá keypti Glitnir hlutabréf í enska félaginu Aurum Holding Ltd. af félaginu Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, fyrir 6 milljarða króna. Aurum var hins vegar í bókum Fons metið á 1,5 milljarða króna og voru hlutabréfin talin verðlaus um mitt ár 2009 þegar Fons var tekið til gjaldþrotaskipta.

Málið var höfðað árið 2010 en að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns slitastjórnarinnar, stendur lögreglurannsókn enn yfir á því auk þess sem verið er að afla matsgerða og standa vonir til að niðurstaða lögreglurannsóknarinnar gæti legið fyrir í apríl. kjartan@mbl.is