Störf Boðið verður upp á almennar ráðningar, starfsþjálfun og reynsluráðningar.
Störf Boðið verður upp á almennar ráðningar, starfsþjálfun og reynsluráðningar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt átaksverkefni til atvinnusköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnulausum hófst í gær. Um er að ræða sameiginlegt verkefni samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins undir yfirskriftinni Vinnandi vegur.

Nýtt átaksverkefni til atvinnusköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnulausum hófst í gær. Um er að ræða sameiginlegt verkefni samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins undir yfirskriftinni Vinnandi vegur. Með því er atvinnurekendum gert auðveldara að ráða nýtt starfsfólk og er átakinu sérstaklega beint að þeim sem hafa verið lengi án atvinnu.

Með þátttöku í verkefninu eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda samkvæmt upplýsingum Samtaka atvinnulífsins. Þannig er t.d. styrkur fyrir 100% vinnu 167.176 krónur auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Markmið er að skapa allt að 1.500 ný störf.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg munu beita sér fyrir því að sveitarfélögin skapi a.m.k. helming starfa innan verkefnisins, alls 750 störf. Fyrirtæki á almennum vinnumarkaði munu skapa hinn helminginn fyrir milligöngu Samtaka atvinnulífsins.