Gunnar Sverrisson
Gunnar Sverrisson
Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Rodney Alexander er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið ÍR-inga og leikur með því á lokasprettinum í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á karfan.is.

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Rodney Alexander er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið ÍR-inga og leikur með því á lokasprettinum í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á karfan.is. Þar segir Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga að Alexander hafi komið á sunnudag og æft með liðinu síðan. Þetta sé eitt skrefið í því að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni, en þar er ÍR í hörðum og tvísýnum slag. ÍR er í 10. sæti með 12 stig en Njarðvík, Tindastóll og Fjölnir hafa öll 14 stig.

Alexander er framherji og kemur úr PBL-deildinni í Bandaríkjunum en það er ein af neðri deildum NBA. Hann er 24 ára gamall og hefur ekki áður spilað í Evrópu en lék um skeið með Americana í Brasilíu. vs@mbl.is