Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Good Angels Kosice frá Slóvakíu töpuðu fyrir rússneska liðinu UMMC Ekaterinburg, 61:55, í fyrsta leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi.

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Good Angels Kosice frá Slóvakíu töpuðu fyrir rússneska liðinu UMMC Ekaterinburg, 61:55, í fyrsta leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi.

Helena skoraði þrjú stig á þeim 22 mínútum sem hún spilaði. Hún tók þrjú fráköst og vann tvo bolta af andstæðingum sínum.

Liðin eigast aftur við á föstudaginn og þá á heimavelli Good Angels. Takist Good Angels Kosice að vinna þann leik verður spilaður oddaleikur. gummih@mbl.is