Þórey Ólafsdóttir bíður þess með óþreyju að Ben Pollinger láti til sín taka í eldhúsinu á Nítjándu.
Þórey Ólafsdóttir bíður þess með óþreyju að Ben Pollinger láti til sín taka í eldhúsinu á Nítjándu. — Morgunblaðið/RAX
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einn af fremstu matreiðslumeisturum Bandaríkjanna, Ben Pollinger frá Michelin stjörnuveitingastaðnum Oceana í New York borg verður á Veitingastaðnum Nítjándu í Kópavogi á Food & Fun hátíðinni.
Boðið verður upp á fjögurra rétta kvöldverðarseðil þar sem meðal annars má finna villisveppasalat með jarðskokkum og geitaosti, smjörsoðinn þorskhnakka og grillaða humarhala með humargljáa, heilgrillaða nautalund sem grilluð verður yfir opnum eldi í Tandoori-ofninum okkar og skyr-panacotta, möndluköku með hvítsúkkulaði-rjóma í eftirrétt.

„Við hlökkum gríðarlega til að fá Ben Pollinger í heimsókn til okkar. Hann er svo hrífandi og skemmtilegur í alla staði og mun klárlega krydda Food'n Fun stemninguna hjá okkur,“ segir Þórey Ólafsdóttir markaðsstjóri Nítjándu.

„Ben Pollinger er einn fremsti matreiðslumeistari Bandaríkjanna og yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins Oceana sem er þekktur Michelin staður í New York. Þar vinnur hann með alþjóðlegt hráefni og besta fáanlega sjávarfang hverju sinni og leikur sér á einstakan hátt með hin ýmsu bragðefni. Pollinger hefur auk þess fengið framúrskarandi dóma meðal annars frá New York Post og Crain á Gael Greene.“

Einn sá fremsti

Veitingastaðurinn Nítjánda í Turninum hefur skipað sér í fremstu röð veitingastaða landsins. „Við bjóðum upp á hádegisverðarhlaðborð og léttan seðil alla virka daga í hádeginu, gómsætan brunch um helgar og 40 rétta kvöldverðarhlaðborð fimmtudags- til sunnudagskvöld. Við bjóðum einnig upp á veislu- og fundaraðstöðu á tveimur efstu hæðum Turnsins,“ segir Þórey. sbs@mbl.is