Grínisti Frank Carson í sínu fínasta með bros á vör að vanda.
Grínisti Frank Carson í sínu fínasta með bros á vör að vanda.
Grínistinn góðkunni Frank Carson dó í gær, 85 ára að aldri. Carson, sem fæddist í Belfast árið 1926, fór í fyrra í aðgerð vegna magakrabbameins sem heppnaðist vel en heilsu hans hrakaði þrátt fyrir það.
Grínistinn góðkunni Frank Carson dó í gær, 85 ára að aldri. Carson, sem fæddist í Belfast árið 1926, fór í fyrra í aðgerð vegna magakrabbameins sem heppnaðist vel en heilsu hans hrakaði þrátt fyrir það. Hann varð fyrst frægur fyrir skrítlur sínar og gamanleik árið 1960 þegar hann sigraði þrisvar í röð í hæfileikaþættinum Opportunity Knocks. Hann gegndi herþjónustu í þrjú ár í Mið-Austurlöndum á sjötta áratug síðustu aldar en sneri sér svo að skemmtanaiðnaðnum eftir það. Hann var nokkuð vinsæll uppistandari á Írlandi áður en hann reyndi fyrir sér á Englandi þar sem hann kom fram með mönnum eins og Charlie Williams, Bernard Manning, Mike Reid og Jim Bowen.

Árið 1987 var Frank Carson tekinn inn í reglu heilags Gregoríusar, af Jóhannesi Páli páfa II., fyrir góðgerðarstörf sín á Norður-Írlandi. Hann gerði grín að athöfninni, eins og öllu öðru, í gamanleiknum var honum fátt heilagt. „Páfinn kyssti mig og sagði að ég væri yndislegur maður,“ lét Carson hafa eftir sér í Daily Mail. Þá sagði hann að athöfnin hefði tekið 17 mínútur en Ronald Reagan, þá forseti Bandaríkjanna, hefði aðeins fengið 11 mínútur með páfanum. Fjölskylda Carsons segir að hann hafi fengið tækifæri til að kveðja sína mestu aðdáendur áður en hann skildi við, það er að segja fjölskyldu sína og vini.