[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ragna Ingólfsdóttir er komin í aðra umferð á alþjóðlegu móti í badminton í Austurríki. Forkeppni mótsins hófst í fyrradag en aðalkeppnin í gær og þar vann Ragna Christinu Aicardi frá Perú 21:10 og 21:19.
R agna Ingólfsdóttir er komin í aðra umferð á alþjóðlegu móti í badminton í Austurríki.

Forkeppni mótsins hófst í fyrradag en aðalkeppnin í gær og þar vann Ragna Christinu Aicardi frá Perú 21:10 og 21:19. Ekki er mjög langt á milli þeirra á heimslistanum en þar er Ragna í 73. sæti en Aicardi í 94. sæti. Ragna heldur leik áfram í mótinu í dag og mætir í annarri umferð Simone Prutsch frá Austurríki, en hún er númer 83 á heimslistanum. Ragna hefur tvívegis áður mætt henni á badmintonvellinum og sigraði í bæði skiptin.

Athygli hefur vakið að fremstu handknattleiksdómarar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson , dæma hvorugan úrslitaleik Eimskipsbikarsins í handknattleik sem fram fara á morgun. Ástæðan er sú að þeir verða í eldlínunni með flautur sínar á viðureign pólska liðsins Kielce og Medvedi frá Rússlandi sem fram fer í Póllandi á morgun. Leikurinn er hluti af lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki. Þórir Ólafsson landsliðsmaður leikur með Kielce, sem á góða möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Elliði Vignisson , bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs ÍBV sem leikur til úrslita við Val í Eimskipsbikarnum í Laugardalshöll á morgun.

Guðbjörg Guðmannsdóttir , fyrrverandi landsliðskona í handknattleik, verður í liði ÍBV í úrslitaleiknum við Val. Hún hefur aðeins leikið heimaleiki ÍBV í N1-deildinni á þessari leiktíð eftir að hafa eignast barn í haust.

A nna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ekkert æft með Val síðustu daga vegna veikinda. Hún var svo hás í fyrradag að hún kom ekki upp einu orði, að sögn Stefáns Arnarsonar , þjálfara Vals, sem vonast eftir að Anna verði klár í slaginn þegar flautað verður til úrslitaleiksins við ÍBV kl. 13.30 á morgun.

Stjórn knattspyrnudeildar KR var endurkjörin á aðalfundi deildarinnar í fyrrakvöld. Á fundinum voru skýrsla og ársreikningur deildarinnar samþykkt. Rúmlega 600 þúsund króna hagnaður var af rekstri deildarinnar á síðasta ári.