Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður um helgina í nýju sýningarhúsnæði að Klettagörðum 6 í Reykjavík. Alls verða sýndir 696 hreinræktaðir hundar af 83 hundategundum. Hefjast dómar kl.
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður um helgina í nýju sýningarhúsnæði að Klettagörðum 6 í Reykjavík.

Alls verða sýndir 696 hreinræktaðir hundar af 83 hundategundum. Hefjast dómar kl. 9 bæði laugardag og sunnudag og standa fram eftir degi. Sex dómarar frá sex löndum, Bretlandi, Finnlandi, Króatíu, Sviss, Svíþjóð og Spáni, dæma í sex sýningarhringjum samtímis.

Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Að þessu sinni taka 28 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, laugardaginn 25. febrúar kl.13.

Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur.