Kát Kona úr röðum stuðningsmanna Pútíns dansar við styttu sovétleiðtogans Leníns í gær eftir kosningafundinn.
Kát Kona úr röðum stuðningsmanna Pútíns dansar við styttu sovétleiðtogans Leníns í gær eftir kosningafundinn. — Reuters
Lögreglan í Moskvu sagði að um 130 þúsund manns hefðu tekið þátt í kosningafundi til stuðnings Vladímír Pútín, forsætisráðherra og þar áður forseta Rússlands, í gær. Hann býður sig á ný fram í forsetakosningum 4.
Lögreglan í Moskvu sagði að um 130 þúsund manns hefðu tekið þátt í kosningafundi til stuðnings Vladímír Pútín, forsætisráðherra og þar áður forseta Rússlands, í gær. Hann býður sig á ný fram í forsetakosningum 4. mars og benda kannanir til þess að hann sigri þegar í fyrri umferð, fái hreinan meirihluta atkvæða.

Fundurinn var haldinn undir slagorðinu Verjum þjóðina og var Pútín mjög á þjóðernissinnuðum nótum í ræðu sinni. Hét hann m.a. að meina erlendum aðilum að skipta sér af innri málum landsins.

Pútín er fyrrverandi njósnari og hefur haldið mjög á lofti afrekum leyniþjónustu Sovétríkjanna gömlu. Að sögn Jyllandsposten sagði hann nýlega að sovéskir njósnarar hefðu smyglað heim geysilegu magni gagna um fyrstu kjarnorkusprengjuna frá Bandaríkjunum. Erlendir vísindamenn hefðu vísvitandi afhent þeim þessi gögn til að tryggja að Bandaríkin hefðu ekki einkarétt á sprengjunni. kjon@mbl.is