Jón Ingvar Jónsson, sem heldur uppi löggæslu um góðan og slæman kveðskap á Leirnum, póstlista hagyrðinga, var með leiðsögn um híbýli sín á Laugarnestanga um helgina.
Jón Ingvar Jónsson, sem heldur uppi löggæslu um góðan og slæman kveðskap á Leirnum, póstlista hagyrðinga, var með leiðsögn um híbýli sín á Laugarnestanga um helgina. Og vitaskuld var hún í bundnu máli, fyrst um útsýnið:

En nú skal líta í norðurátt

sem náttúrulega er skrýtið

því Akrafjallið himinhátt

hallar pínulítið.

Þá um sturtuna:

Hér skola ég skítinn og rykið

af skrokknum og bóna á mér spikið

og skörulegt þá

er skáldið að sjá

og töluvert tilkomumikið.

Og svefnherbergið:

Eins og munkur uni ég,

aleinn þarf að sofa,

en hér er býsna hugguleg

handavinnustofa.

Loks um mannlífið á Laugarnesinu:

Heillaðar portkonur hanga

við húsið mitt langt fram á nótt

því lífið á Laugarnestanga

er ljótt.

Pétur Blönda l pebl@mbl.is