— Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Útför Jóns Þórarinssonar tónskálds var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir jarðsöng og organisti var Kári Þormar. Við útförina voru flutt lög eftir Jón og lög sem hann hafði útsett.
Útför Jóns Þórarinssonar tónskálds var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir jarðsöng og organisti var Kári Þormar. Við útförina voru flutt lög eftir Jón og lög sem hann hafði útsett. Líkmenn voru Magnús Þór Magnússon, Sigurður Nordal, Sveinn Einarsson, Helgi Hallgrímsson, Karólína Eiríksdóttir, Árni Harðarson, Jakob Frímann Magnússon og Egill Eðvarðsson.