Listakona Berglind Ágústsdóttir er á leið í ferðalag.
Listakona Berglind Ágústsdóttir er á leið í ferðalag.
Listakonan Berglind Ágústsdóttir verður með hvatvíslega opnun og tónleika á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42b annað kvöld og hefst klukkan 19.
Listakonan Berglind Ágústsdóttir verður með hvatvíslega opnun og tónleika á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42b

annað kvöld og hefst klukkan 19. Sýning hennar kallast „The party I fell in love“ og eru verk frá samnefndri sýningu sem var fyrir nokkru í t.v.o.d. í Berlín og HAUSamHANS í Hamborg. Sýningin fjallar um ást, þráhyggju, drauma, ljós, kynlíf, drama, vináttu og tónlist. Berglind vinnur aðallega með teikningar, tónlist, vídeó og ljósmyndir og blandar hún gjarnan þessum miðlum saman. Á sýningunni verður hægt að kaupa list, veitingar, teikningar, plaköt og geisladiska og þannig styrkja Berglindi til fyrirhugaðs tónleikaferðalags um heiminn.