Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff City mæta Liverpool í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á Wembley á sunnudaginn.
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff City mæta Liverpool í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á Wembley á sunnudaginn. Malky Mackay, knattspyrnustjóri Cardiff, segir að eðlilega sé Liverpool miklu sigurstranglegri aðilinn.

„Leikmenn mínir hlakka til að spila leikinn og prófa sig gegn þeim stóru. Við erum auðvitað lítilmagni þegar liðin eru borin saman og í níu skipti af tíu tapar lítilmagninn en það getur allt gerst í fótbolta. Í fyrra hafði Birmingham, sem féll úr úrvalsdeildinni, betur í úrslitaleik á móti Arsenal og ég held að enginn hafi spáð Birmingham sigri en annað kom á daginn,“ sagði Mackay við fréttamenn í gær.

gummih@mbl.is