Álag Grikklands og Portúgals er meira en fjórfalt álag Íslands.
Álag Grikklands og Portúgals er meira en fjórfalt álag Íslands.
Þrátt fyrir að matsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfiseinkunnir margra evruríkja þá eru einungis þrjú evruríki af 17 með verra lánshæfismat en Ísland, þ.e. Grikkland, Portúgal og Kýpur. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslands í gær.
Þrátt fyrir að matsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfiseinkunnir margra evruríkja þá eru einungis þrjú evruríki af 17 með verra lánshæfismat en Ísland, þ.e. Grikkland, Portúgal og Kýpur. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslands í gær.

Þar kemur fram að Kýpur er með lægri lánshæfiseinkunn en Ísland hjá S&P en með sömu einkunn hjá Moody´s og Fitch, og er lánshæfismat þess þar með aðeins verra sé tekið mið af meðaltali. Greining Íslandsbanka telur að áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála á lánshæfismati evruríkja, enda séu lánshæfiseinkunnir þeirra meira og minna í neikvæðum horfum. Í raun sé einungis eitt ríki með bæði einkunnir og horfur um þær óbreyttar frá því fyrir kreppu, en það er Þýskaland sem er með hæstu einkunn í bókum allra fyrirtækjanna, og stöðugar horfur.

Skuldatryggingarálag á Ísland til 5 ára hefur haldist undir 300 punktum frá því 20. janúar síðastliðinn samkvæmt gögnum Bloomberg gagnaveitunnar, en álagið nú er um 250 punktar. Bloomberg greinir frá því að álagið sé hærra á sjö evruríkjum en Íslandi. Þau eru: Grikkland, Portúgal (1.128 punktar), Írland (583 punktar), Slóvenía (405 punktar), Ítalía (394 punktar), Spánn (375 punktar) og Slóvakía (283 punktar).