Brautryðjandi List Rúríar eru gerð skil í bók sem kynnt verður í dag.
Brautryðjandi List Rúríar eru gerð skil í bók sem kynnt verður í dag. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í dag kemur út bók með yfirliti yfir myndlist Rúríar og af því tilefni verður bókin kynnt sérstaklega í Listasafni Íslands. Kl.
Í dag kemur út bók með yfirliti yfir myndlist Rúríar og af því tilefni verður bókin kynnt sérstaklega í Listasafni Íslands. Kl. 16 mun Halldór Björn Runólfsson safnstjóri ræða við Rúrí um verk hennar, feril og inntak væntanlegrar yfirlitssýningar á verkum hennar sem opnuð verður eftir viku.

Rúrí, Þuríður Fannberg, er í kynningu sögð talin meðal helstu listamanna Norður-Evrópu og meðal frumkvöðla gjörningalistar í Norður-Evrópu. Verk hennar Archive – Endangered Waters á Feneyjatvíæringnum 2003 vakti athygli víða um heim.

Höfundar greina í bókinni, sem er á ensku, eru Laufey Helgadóttir, Dorothea van der Koelen, Halldór Björn Runólfsson, Christian Schoen og Gunnar J. Árnason. Ritstjóri bókarinnar er Christian Schoen, en Hatje Cantz Verlag gefur bókina út. Hönnun bókarinnar var unnin á vinnustofu Atla Hilmarssonar.