Olli Rehn á blaðamannafundi í gær.
Olli Rehn á blaðamannafundi í gær.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir evrusvæðið árið 2012 og spáir nú 0,3% samdrætti, en spá hennar í nóvember hljóðaði upp á 0,5% hagvöxt á svæðinu á þessu ári.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir evrusvæðið árið 2012 og spáir nú 0,3% samdrætti, en spá hennar í nóvember hljóðaði upp á 0,5% hagvöxt á svæðinu á þessu ári.

„Óvænt ágjöf á seinnihluta ársins 2011, mun vara áfram á fyrri helmingi þessa árs,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn ESB. Þar kemur fram að stjórnin telji að evruþjóðirnar 17 sýni ákveðin merki um stöðugleika.