Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á Alþingi í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að hún hefði „spurnir af því eftir samtöl við“ Steingrím J. Sigfússon að hann ætti í „samráði við ýmsa aðila“ um fiskveiðistjórnarmálið.
Á Alþingi í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að hún hefði „spurnir af því eftir samtöl við“ Steingrím J. Sigfússon að hann ætti í „samráði við ýmsa aðila“ um fiskveiðistjórnarmálið. Steingrímur sjálfur hafði talað með sama hætti í viðtali og nefnt sérstaklega LÍÚ, sjómannasamtökin, Starfsgreinasambandið og fleiri.

Mikið samráð sem sagt, eða hvað?

Þegar Morgunblaðið leitaði nánari upplýsinga um samráðið kom í ljós að það hefði ekki farið fram.

Við höfum enga aðkomu að þessari vinnu,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann sagði aðeins hafa verið um að ræða stuttan fund með ráðherra en ekkert raunverulegt samráð þó að eftir því hefði verið óskað.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, hafði sömu sögu að segja, Sjómannasambandið hefði ekkert komið að vinnu við gerð frumvarpsins sem Steingrímur vinnur nú að.

Við höfum ekki komið að þessu með einum eða neinum hætti,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem sagði fund með ráðherra ekki hafa snúist um samráð.

Hvað gerir forsætisráðherra nú, þegar fram er komið að allsherjarráðherrann sagði henni ósatt um að hann ætti í „samráði við ýmsa aðila“?