Atvinnutorg Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í gær.
Atvinnutorg Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í gær.
Skrifað var í gær undir samning um Atvinnutorg í Hafnarfirði, úrræði fyrir ungt atvinnulaust fólk.
Skrifað var í gær undir samning um Atvinnutorg í Hafnarfirði, úrræði fyrir ungt atvinnulaust fólk.

Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Vinnumálastofnunar og Velferðarráðuneytis sem ætlað er að veita atvinnuleitandi og vinnufærum ungmennum einstaklingsmiðaða, atvinnutengda ráðgjöf og stuðning til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Markmiðið er að vinna með ungu fólki, yngra en 25 ára, sem hvorki er í námi né vinnu, og aðstoða það við að finna vinnu eða komast í starfsþjálfun.

Nokkrar stofnanir bæjarins hafa nú þegar lýst yfir vilja sínum til að taka þátt og fá ungmenni í starfsþjálfun. Boðið verður upp á 50% starf í hálft ár og greiðir Hafnarfjarðarbær laun fyrir viðkomandi ungmenni.

Þeir Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, skrifuðu undir samninginn.