Dýr vopn Gripen-þotur frá Saab-verksmiðjunum í Svíþjóð.
Dýr vopn Gripen-þotur frá Saab-verksmiðjunum í Svíþjóð.
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Umskiptin í arabalöndunum hafa fengið mörg ríki til að endurskoða stefnu sína gagnvart þeim, ekki síst ríki sem hafa átt ábatasöm samskipti við einræðisherra sem ýmist eru fallnir eða á fallanda fæti.
Kristján Jónsson

kjon@mbl.is

Umskiptin í arabalöndunum hafa fengið mörg ríki til að endurskoða stefnu sína gagnvart þeim, ekki síst ríki sem hafa átt ábatasöm samskipti við einræðisherra sem ýmist eru fallnir eða á fallanda fæti. Svíar hafa lengi verið miklir vopnaútflytjendur, Bofors-fallbyssur og fullkomnar herþotur frá Saab-verksmiðjunum hafa lengi verið eftirsóttar í herjum margra landa.

Hátæknibúnaðurinn í þotunum er að vísu að mestu bandarískur að uppruna. En Svíþjóð er sjöunda stærsta vopnasöluríki heims þótt þar búi aðeins rúmar níu milljónir manna. Miðað við höfðatölu voru Svíar númer eitt árið 2010 og Norðmenn númer fimm, að sögn blaðsins Dagens Nyheter . Sænska þingið krafðist þess í fyrra að settar yrðu strangar reglur, einvörðungu seld vopn til lýðræðislanda. En lítið hefur orðið úr framkvæmdum.

„Útflutningur á stríðstólum mun halda áfram þangað til þessi lög hafa verið sett,“ segir Anna Ek, formaður Sænsku friðarsamtakanna. Í kalda stríðinu voru sænskir stjórnmálamenn ákafir friðarboðendur um allan heim. En menn settu kíkinn fyrir blinda augað þegar kannað var ástand lýðræðis og mannréttinda í löndum sem keyptu sænsk vopn.

Dýr framleiðsla
» Útilokað var fyrir Svía að halda uppi háþróaðri vopnaframleiðslu fyrir innanlandsmarkaðinn einan.
» Þess vegna var stöðugt leitað markaða erlendis.