Skemmtileg stemning fylgir hátíðinni, segir Leifur Kolbeinsson á Kolabrautinni.
Skemmtileg stemning fylgir hátíðinni, segir Leifur Kolbeinsson á Kolabrautinni. — Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Lambakjöt, bláskel, lax og skyr. Kátt á Kolabrautinni enda skemmtileg hátíð, segir Leifur Kolbeinsson.
Food & Fun er sérstök hátíð og henni fylgir jafnan mjög skemmtileg stemning, jafnt meðal starfsfólks veitingastaðanna og viðskiptavina þeirra. Ég hef tekið þátt í hátíðinni alveg frá byrjun og hún er alltaf jafn skemmtileg,“ segir Leifur Kolbeinsson veitingamaður á Kolabrautinni í Hörpunni.

Jennifer Jasinki frá Denver í Colorado verður gestakokkur Kolabrautarinnar næsta daga. Mun hún bjóða gestum upp á rétti sem draga dám af matarmenningu eins og hún gerist við Miðjarðarhafið og í Bandaríkjunum. Hráefnið verður þó íslenskt, eins og reglur hátíðarinnar segja til um.

Ekki af verri enda

„Jasinki kemur hingað á mánudagsmorgun en við höfum verið í sambandi við hana síðustu daga þar sem hún hefur kynnt fyrir okkur þá rétti sem hún hyggst bjóða gestum og hráefnið er ekki af verri endanum, til dæmis lambakjöt, bláskel, lax og skyr. Ferskleikinn verður ráðandi,“ segir Leifur. sbs@mbl.is