Í Útsvarinu sem haldið var síðasta föstudag 17. febrúar og sýnt var í Ríkissjónvarpi, var ein spurningin alkunn gáta. Þar var spurt: „Hvað hét hundur karls, sem í afdölum bjó.“ Svaramenn hlupu fljótt til og sögðu. „Hvað“.
Í Útsvarinu sem haldið var síðasta föstudag 17. febrúar og sýnt var í Ríkissjónvarpi, var ein spurningin alkunn gáta.

Þar var spurt: „Hvað hét hundur karls, sem í afdölum bjó.“

Svaramenn hlupu fljótt til og sögðu. „Hvað“. Hann hét Hvað. Og dómarinn gaf þeim stig fyrir rétt svar.

Ég tel þetta rangt svar. Gátan er forn. Hún mun í gamla daga hafa hljómað svona: „Hvat nefndi ek hund karls, sem í afdölum bjó. Nefndi ek hann í fyrsta orði. Þú getr hans aldrei þó. “

Hundurinn hét Hvatur en ekki þessu ónefni, sem enginn hundur heitir.

Höfundur er gamall hundahaldari.