Heiðruð Leikonan Helena Bonham Carte ásamt drottningu Bretlands.
Heiðruð Leikonan Helena Bonham Carte ásamt drottningu Bretlands.
Leikkonan Helena Bonham Carter var í vikunni heiðruð af Elísabetu II Bretadrottningu í Buckingham-höll, meðal annars fyrir leik sinn í kvikmyndinni „King's Speech“ eða Konungsræðunni eins og hún nefnist á íslensku.
Leikkonan Helena Bonham Carter var í vikunni heiðruð af Elísabetu II Bretadrottningu í Buckingham-höll, meðal annars fyrir leik sinn í kvikmyndinni „King's Speech“ eða Konungsræðunni eins og hún nefnist á íslensku. Þar lék Bonham Carter móður núverandi drottningar eftirminnilega en leikur hennar og Colins Firths, sem lék sjálfan konunginn, Georg VI, þótti með eindæmum góður.

Þá þekkja yngri kynslóðir hana eflaust úr Harry Potter-myndunum þar sem hún lék illskeyttu nornina Bellatrix Lestrange. Þegar leikkonan frétti af því að til stæði að heiðra hana sagðist hún vilja tileinka viðurkenninguna föður sínum Raymond, en hann dó árið 2004.

„Ég veiti þessum verðlaunum viðtöku til heiðurs föður mínum sem þjáðist af langvarandi fötlun. Mér er mikill heiður að því að taka við þessum verðlaunum í hans minningu,“ sagði Helena Bonham Carter eftir að hafa verið heiðruð af drottningunni.