Margir án vinnu Spáð er 6,4% atvinnuleysi hér á landi í ár.
Margir án vinnu Spáð er 6,4% atvinnuleysi hér á landi í ár. — Morgunblaðið/Ómar
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útgjöld úr atvinnuleysistryggingasjóði hafa verið meiri að undanförnu en reiknað var með á síðasta ári og er því nú spáð að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta á þessu ári verði 19,2 milljarðar kr. eða einum milljarði kr.
Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Útgjöld úr atvinnuleysistryggingasjóði hafa verið meiri að undanförnu en reiknað var með á síðasta ári og er því nú spáð að útgjöld vegna atvinnuleysisbóta á þessu ári verði 19,2 milljarðar kr. eða einum milljarði kr. meiri en fjárlög ársins kveða á um. Þessi áætlun er byggð á nýrri spá um að atvinnuleysi verði 6,4% á árinu 2012.

Þetta eru þó mun lægri fjárhæðir en runnu úr atvinnuleysistryggingasjóði á seinasta ári, skv. upplýsingum Sigurðar P. Sigmundssonar, forstöðumanns rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar. Á árinu 2010 voru greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði 23,5 milljarðar kr. sem fóru til greiðslu atvinnuleysisbóta og átaksverkefna á borð við starfsþjálfun o.fl. Á seinasta ári námu heildarútgjöld vegna bóta og starfsþjálfunar 22,4 milljörðum og minnkuðu um 1.100 á milli ára. „Þetta fer lækkandi en kannski ekki eins mikið og menn voru að vonast til,“ segir Sigurður P. Sigmundsson.