Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck
Samið hefur verið um að karlalandslið Íslands og Ungverjalands í knattspyrnu leiki vináttulandsleik á Laugardalsvellinum eftir rúmt ár, mánudaginn 3. júní 2013.
Samið hefur verið um að karlalandslið Íslands og Ungverjalands í knattspyrnu leiki vináttulandsleik á Laugardalsvellinum eftir rúmt ár, mánudaginn 3. júní 2013. Leikurinn er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda landanna um leiki sem gert var á síðasta ári en þá sóttu Íslendingar Ungverja heim til Búdapest í vináttulandsleik. Ungverjar unnu þá viðureign, 4:0.

Leikurinn verður liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimaleik gegn Slóveníu í undankeppni HM sem fer fram á Laugardalsvellinum fjórum dögum síðar, 7. júní.

Fyrir hádegi í dag stjórnar Lars Lägerback íslenska landsliðinu í fyrsta sinn þegar B-landsliðið etur kappi við Japani í Osaka og á miðvikudaginn mætir A-liðið Svartfellingum ytra.