Stjarna Justin Bieber heillar marga stúlkuna og virðist vera efni í tölvuleiki.
Stjarna Justin Bieber heillar marga stúlkuna og virðist vera efni í tölvuleiki. — Reuters
Á vefsíðunni bored.com eru óteljandi tölvuleikir sem hægt er að spila frítt. Þetta eru allskonar leikir, krúttlegir kisuleikir, skotleikir, púslleikir, fyndnir leikir, spennuleikir, Stickman-leikir, skóleikur og svo mætti lengi telja.
Á vefsíðunni bored.com eru óteljandi tölvuleikir sem hægt er að spila frítt. Þetta eru allskonar leikir, krúttlegir kisuleikir, skotleikir, púslleikir, fyndnir leikir, spennuleikir, Stickman-leikir, skóleikur og svo mætti lengi telja. Stjarnan Justin Bieber er greinilega efni í tölvuleiki því einn leikurinn inni á þessari síðu heitir til dæmis Bieber Date og gengur út á það að geta svarað sem flestum spurningum um Justin Bieber og með því komast mögulega á deit með stjörnunni. Sannarlega forvitnilegt fyrir þá sem eru hrifnir af piltinum þeim, en hann á jú milljónir aðdáenda um heim allan sem flestir munu vera unglingsstúlkur. Reyndar er annar leikur inni á síðunni sem heitir Throw Bieber eða kastaðu Bieber og er ekki eins vinsamlegur í garð prúða piltsins því hann gengur út á það kasta brúðum sem líkjast honum í ruslið. Þetta er væntanlega leið fyrir þá sem þola ekki unglingastjörnuna til að fá einhverskonar útrás fyrir reiði sína. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þarna er meira að segja leikur fyrir golfarana sem ku vera mjög raunverulegur. Um að gera að prófa.