Fögnuður Framarar fagna marki Kristins Inga Halldórssonar gegn KR-ingum í Egilshöllinni í gærkvöld.
Fögnuður Framarar fagna marki Kristins Inga Halldórssonar gegn KR-ingum í Egilshöllinni í gærkvöld. — Morgunblaðið/Ómar
Í þriðja skipti á skömmum tíma fögnuðu Framarar sigri á Íslands- og bikarmeisturum KR. Á dögunum burstaði Fram lið KR, 5:0, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem Steven Lennon skoraði öll mörkin.
Í þriðja skipti á skömmum tíma fögnuðu Framarar sigri á Íslands- og bikarmeisturum KR. Á dögunum burstaði Fram lið KR, 5:0, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem Steven Lennon skoraði öll mörkin. Áður hafði Fram unnið leik liðanna í riðlakeppni mótsins, 2:1, og í gærkvöldi áttust liðin við í deildabikarkeppni KSÍ, Lengjubikarnum, í Egilshöllinni þar sem Fram hafði betur, 2:1.

Samuel Hewson kom Fram yfir með skoti af stuttu færi á 29. mínútu. Framarar voru vart hættir að fagna markinu þegar Kjartan Henry Finnbogason jafnaði metin með góðu skallamarki. Hinn fótfrái Kristinn Ingi Halldórsson sá svo um að tryggja Frömurum stigin þrjú þegar hann náði frákasti eftir að Fjalar Þorgeirsson, markvörður KR-inga, hafði varið frá Steven Lennon.

Framarar hafa þar með unnið báða leiki sína í keppninni en þetta var fyrsti leikur KR-inga. Þess má geta að Þorsteinn Már Ragnarsson og Emil Atlason léku sinn fyrsta mótsleik fyrir KR. Þorsteinn kom til KR frá Víkingi Ólafsvík og Emil frá FH.

Hörður með tvö fyrir Val

Valur hafði betur gegn Fjölni, 4:2, í síðari leik kvöldsins. Hörður Sveinsson gerði tvö marka Vals og þeir Hafsteinn Briem og Hilmar Emilsson sitt markið hvor. Illugi Gunnarsson skoraði bæði mörk Fjölnismanna. gummih@mbl.is