Guðlaugur Frímannsson er yfirkokkur á Grillmarkaðnum sem var opnaður á síðasta ári.
Guðlaugur Frímannsson er yfirkokkur á Grillmarkaðnum sem var opnaður á síðasta ári. — Morgunblaðið/Kristinn
David Varley frá San Francisco verður á Grillmarkaðnum. Humar, kræklingur, bleikja og uxahalar. Karamelluuppistaða í eftirrétti.
Hátíðin er spennandi og við hlökkum öll til. Og notum auðvitað allt besta hráefnið sem við fáum en okkar sérstaða hefur jafnan verið sú að við fáum sérvalið kjöt sem við kaupum beint af bændum,“ segir Guðlaugur B. Frímannsson, veitingamaður á Grillmarkaðnum. Þar á bæ taka menn auðvitað þátt í Food & Fun og leggja mikið undir. Það er bandaríski meistarakokkurinn David Varley sem kemur vestan frá San Francisco sem leiða mun matargerðarlistina á Grillmarkaðnum meðan á hátíð stendur. Í heimaborg sinni er Valey leiðandi maður og segir Gunnlaugur að spennandi verði að kynnast vinnubrögðum hans og áherslum.

„Ég veit raunar mjög lítið um manninn á þessum tímapunkti en þarf að gúggla hann,“ segir Guðlaugur sem starfaði lengi á Fiskmarkaðnum en flutti sig yfir á Grillmarkaðinn þegar hann tók til starfa á síðasta ári. Margt af samstarfsfólki hans fór með honum á nýjan veitingastað og er því útkoman afar heildstæður og góður hópur fólks þar sem valinn maður er í hverju rúmi.

Matseðillinn meistarakokksins bandaríska sem verður næstu daga á Grillmarkaðnum er afar spennandi. Í lystauka eru steiktar kartöflur með smjöri, humar, kræklingur, kál og vanilla. Forrétturinn er humar, kræklingur, kál og vanilla og þegar kemur að millirétt er verður á borðum grilluð bleikja og bleikjuhrogn með júgúrt, dilli, rauðrófum og hverabrauði. Aðalrétturinn verður grillað nauta-ribey og uxahalar. Súkkulaði og karamellur eru uppistaðan í eftirréttinum.

sbs@mbl.is

Laxasalat

Graflax, skalott, dill, japanskt majónes, svartur pipar, egg

Laxinn skorinn í pínulitla bita, eggin soðin og skorin í litla bita, öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar

fennel, skorið þunnt

rófur, skornar í vélinni í ræmur

dressað með dillsaxi og sítrónuolíu

fennel, skorið þvert í 3-4 bita, soja og noisette (einn hluti soja, þrír hlutar noisette) sett saman í vakúmpoka og eldað yfir gufu í 1 klst. við 100°C.