Stjórn Styrktarstjóðs Margrétar og Bents Scheving Thorsteinssonar ásamt styrkþegum. Frá vinstri eru Gunnar E. Finnbogason, Brynhildur Flóvenz, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir.
Stjórn Styrktarstjóðs Margrétar og Bents Scheving Thorsteinssonar ásamt styrkþegum. Frá vinstri eru Gunnar E. Finnbogason, Brynhildur Flóvenz, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir.
Tveir styrkir úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar hafa verið veittir til framhaldsnemarannsókna við Háskóla Íslands, Annar styrkþeginn, Esther Ösp Valdimarsdóttir, hlaut styrk fyrir verkefnið Reiðar stelpur, sem miðar að því...
Tveir styrkir úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar hafa verið veittir til framhaldsnemarannsókna við Háskóla Íslands,

Annar styrkþeginn, Esther Ösp Valdimarsdóttir, hlaut styrk fyrir verkefnið Reiðar stelpur, sem miðar að því að kanna hvort stúlkum sé síður en strákum kennt að fást við reiðitengdar tilfinningar og fá réttmæta útrás fyrir þær.

Hinn styrkþeginn er Hjördís Sigursteinsdóttir. Rannsóknarverkefni hennar ber heitið Líðan og heilsa starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi – Einelti á vinnustað. Rannsókn Hjördísar er hluti af stærra verkefni sem felur í meginatriðum í sér að kanna líðan og heilsu starfsmanna sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga.

Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2001. Markmið hans er að rannsaka einelti og kanna leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess.