Engin eftirmál. N-Allir. Norður &spade;ÁK8 &heart;ÁKG6 ⋄Á65 &klubs;432 Vestur Austur &spade;D9 &spade;G10753 &heart;942 &heart;D1083 ⋄KG974 ⋄83 &klubs;K76 &klubs;D5 Suður &spade;642 &heart;75 ⋄D102 &klubs;ÁG1098 Suður spilar 3G.
Engin eftirmál. N-Allir.

Norður
ÁK8
ÁKG6
Á65
432
Vestur Austur
D9 G10753
942 D1083
KG974 83
K76 D5
Suður
642
75
D102
ÁG1098
Suður spilar 3G.

Norður opnar á Standard-laufi og suður þarf að finna svar við hæfi. Veikt stökk í 3 kemur til greina, ennfremur 1 sem eins konar biðsögn, en suður er í eðli sínu göltur og segir því 1G. Ef illa fer má alltaf spinna upp einhverja afsökun. Norður stekkur í 3G og vestur kemur út með tígul.

Sagnhafi fær fyrsta slaginn á 10, spilar spaða á ás og laufi úr borði. Hugmyndin er að tvísvína í laufinu, en austur setur strik í þann reikning með því að rjúka upp með D – hátt í annarri, eins og nú er í tísku. Suður drepur og spilar meira laufi, en vestur dúkkar. Heimahöndin er þar með innkomulaus og hjartasvíning síðasta vonin. Sú von bregst, en suður getur huggað sig við að 3G eru enn vonlausari í norður. Hér verða engin eftirmál.