Benedikt Kristjánsson
Benedikt Kristjánsson
Benedikt Kristjánsson tenór og Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, koma fram á tónleikum í Skálholtsdómkirkju á morgun, laugardag, og hefjast þeir klukkan 15. Á efnisskránni eru aríur og resitatív úr kantötum og passíum eftir Johann Sebastian Bach.
Benedikt Kristjánsson tenór og Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, koma fram á tónleikum í Skálholtsdómkirkju á morgun, laugardag, og hefjast þeir klukkan 15. Á efnisskránni eru aríur og resitatív úr kantötum og passíum eftir Johann Sebastian Bach. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Benedikt stundar nám við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Í fyrra söng hann hlutverk Guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíu Bachs með Mótettukór Hallgrímskirkju og hlaut mikið lof fyrir. Hann sigraði í alþjóðlegu Bach-keppninni í Greifswald í fyrra.